400 gr nautahakk
1 bolli basil
100 gr ristaðar furuhnetur
1 tsk fennel fræ
50 gr rifinn parmesan ostur
1 ristuð brauðsneið (mulin smátt)
1 egg
Rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu (bara ysta lagið)
1/2 laukur
2 – 3 hvítlauksrif.
Salt og pipar
50 gr rifinn parmesanostur til skreytingar áður en rétturinn er borinn fram.
Saxið laukinn og hvítlauk smátt og steikið á meðal hita í 5 mín (þar til að hann er mjúkur)
Saxið basil og furuhnetur frekar gróft.
Blandið öllu vel saman í góðri skál með sleif (alls ekki setja þetta í matvinnsluvél því þá verður þetta að farsi)
Geymið í ískáp í allavegana klukkustund.
Hitið pönnu með olíu á meðalhita og mótið litlar bollur úr hakkinu og steikið á hvorri hlið í 5 mín.
Að lokum skellið bollunum í 180 gráðu heitan ofn í 10 mín (fer að eftir stærð)
Berið fram með góðu pasta td Tagliatelle og góðri tómat pasta sósu.
Tómat pastasósa:
2 x 400 gr. Saxaðir tómatar í dós.
½ laukur
2 hvítlauksrif
1 tsk sykur
1 tsk salt
2 tsk Herbes de Provence, oregano eða annað gott ítalskt krydd.
Saxið laukinn og hvítlauk mjög smátt og steikið á meðal hita í 5 - 10 min (þar til að hann er glær) í góðri olíu. Setjið tómata og krydd, salt og sykri saman við.
Látið þetta malla á lágum hita í 15 - 20 án loks og hrærið í af og til. Blandið saman við soðið pasta og setjið bollurnar ofan á. Að lokum stráið rifnum parmesan osti yfir.
Skelliði rauðköflóttum dúk á borðið, setjið kerti í gamla vínflösku og ímyndið ykkur að þið séuð á krúttlegum veitingarstað á Ítalíu.
La vita è bella
English version:
This dish is very popular in my house. Put a nice red and white table cloth on the table, candle in a wine bottle and pretend you are eating in a small cozy restaurant in Italy.
400 gr minced beef
1 cup basil
100 gr toasted pine nuts
1 teaspoon fennel seed
100 gr grinded parmesan cheese (leave some for decoration)
1 toast bread
1 egg
Lemmon zest from one lemon (only the yellow part)
1/2 onion
2 – 3 clove garlic
Salt and black pepper
Finely chop the onion and the garlic and fry it on a pan for 5 min until the onion is tender.
Chop the basil and the pine nuts
Put all the ingredients in a bowl and mix it with a spoon (don’t put it in a mixer)
Keep in a fridge for at least an hour.
Warm up oil in a pan to a medium heat and form small balls out of the mixture and fry on each side for 5 min.
Finally put the meatballs in 180 degree hot oven for 10 min (depending on the size)
Serve the meatballs with nice pasta like Tagliatelle swimming in nice tomato sauce. Top with grinded parmesan cheese.
Nice tomato sauce
2 x 400 gr. chopped tomatoes in a can.
½ onion
2 garlic clove
1 teaspoon sugar
1 teaspoon salt
2 teaspoon Herbes de Provence, oregano or some other Italian spice.
No comments:
Post a Comment