Þetta er svona fansý útgáfa af plokkfisk og er ótrúlega vinnsæll á mínu heimili.
600 gr fiskur (ýsa eða þorskur)
400 gr kartöflur
3 -4 msk hveiti
2 – 3 msk smjör
4 -5 dl mjólk
1 lítill laukur
2 hvítlauksrif
2 – 3 þræðir Saffran
1 tsk karrý
1 tsk. fiskikraftur
50 – 100 gr parmesan ostur
200 gr rifin ostur
Salt og pipar
Hreinsið kartöflur og skerið í munnbita. Sjóðið í 10 – 15 mín þar til að þær eru mjúkar
Sjóðið fisk (1,5 líter af vatni + 2 msk af salti, setjið fisk í vatnið ásamt salti og látið suðuna koma upp rólega og án loks á meðal hita. Þegar suðan er að koma upp takið þá pottin af helluni , setjið lokið á pottin og hvílið í 5 mín. Fiskurinn á alls ekki að bull sjóða.)
Sósa: Bræðið smjör á meðal hita og bætið við lauk og hvítlauk þar til að hann er mjúkur. Bætið við Karríi og Saffran saman við látið malla í smjörinu í 2 mín. Stráið hveitinu saman við smjörið og laukinn (eina matskeið í einu) og passið að allt hveitið blandist vel við smjörið. Passið líka að hafa ekki of háan hita á pottinum svo að þetta brenni ekki. Látið hveitið malla í 2-3 mín. Þá er komin tími til að bæta við mjólk en það verður að gerast MJÖG hægt, hálfur dl. í einu og hrærið stöðugt í. Bætið parmesan ost, salti, svörtum pipar og krafti saman við sósuna og látið malla á lágum hita í 2 – 3 mín.
Bætið fisk og kartöflum saman við sósuna og blandið varlega saman. Færið yfir í eldfast mót, setjið ost yfir og inn í 180 gráður heitan ofn í 5 – 10 mín eða þar til osturinn er fallega gyltur.
Berið fram með góðu salati, helling af svörtum pipar og auðvitað rúgbrauði með miklu smjöri.
xoxo ingsa
The English version will be here soon, I promise :)
Ummm. en girnilegt. Þetta fer á eldunarlistann í næstu viku.
ReplyDeleteþetta er algjört namminamm :D
ReplyDelete