Hér er smá gúmmulaðisréttur sem tekur ekki langan tíma, hann er sæmilega hollur og sjúklega góður :)
500 gr. beinlaus kjúklingur (ég nota úrbeinuð læri ekki með skinni)
300 gr. núðlur
2 gullrætur
1 brokkolí
1 - 2 egg
1 rauður chilli pipar
2 msk. rifinn engifer
1 lime (safi og börkur)
1 hvítlauksrif
1/2 - 1 dl. soyasósa
4 -5 vorlaukar
1 dl. cashewhnetur
2 - 4 msk ferskur kóríander
Byrjið á að saxa chilli (takið fræin úr ef þið viljið ekki hafa þetta of sterkt) og hvítlauk smátt og setjið í skál með soyasósu. Rífið börkinn af límónunnin, kreistið safa og bætið saman við soyasósuna. Rífið engiferinn saman við og blandið vel saman. Skerið kjúkling í munnbita og setjið í sósuna. Látið kjúklinginn liggja í sósunni, því lengur því betra en 30 mín. ætti að duga. Skerið á meðan gullrætur í þunnar sneiða, mér finnst gott að nota skrælara eða ostaskera og skerið brokkolí í munbita. Saxið vorlauk og kóríander og geymið til hliðar. Ég byrja á því að rista hneturnar örlítið á hreinni pönnu en tek þær svo til hliðar.
Sjóðið núðlur eftir leiðbeningum á pakka.
Steikið kjúkling upp úr 1 msk af olíu á heitri pönnu og ásamt soyasósugumsinu. Hafið pönnuna heita og hristið hana vel til þess að sósan gufi vel upp og kjúklingurinn steiktist vel í ca. 5 - 10 mín. Bætið gulrætum og brokkolí á pönnuna og steikið í 5 mín í viðbót. Hrærið eggin í glasi með 1 tsk af salti. Færið kjúklinginn og grænmetiði til hliðar á pönnunni til að steikja eggin, þau eiga ekki að blandast saman við grænmetið og kjúklinginn fyrr en að þau eru alveg steikt.
Bætið soðnum núðlum og vorkauk á pönnuna og hristið vel saman. Mér finnst ágæt að klippa núðlurnar með skærum þegar að þær eru soðnar til að þær blandist vel við kjúklinginn. Toppið réttin með hnetum og kóríander og er þið eruð ótrúlega villt er gott að setja smá sæta chilli sósu með líka.
ขอให้เจริญอาหาร! (kŏr hâi jà-rern aa-hăan!) - verði þér að góðu á útlensku :D
No comments:
Post a Comment