Monday, January 30, 2012

Pasta 10 minuto!


Þessi ofur einfaldi og súper fljótlegi réttur á eftir að koma skemmtilega á óvart í kuldanum og myrkrinu.

250 gr. ferskt pasta - Pastella pastað er mjög gott
100 gr. grænt pesto
400 gr. niðursoðnir tómatar - ég nota kirsuberjatómata
2 góðar lúkur af klettasalati
1 hvítlauksrif
Ólífuolía
Börkur af einni sítrónu
Slatti af parmesanosti (100 - 200 gr.)
Salt og svartur pipar


Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum en passið að vatnið bullsjóði þegar að pastað fer út í vatnið. Bætið við salti og olíu (einni msk. af hvoru)
Rífið ostinn, sigtið tómatana og saxið hvítlaukinn smátt. Þegar að pastað er búið að sjóða í ca. 2 mín sigtið þá vatnið frá.
Setið 2 msk. af olíu í pottinn og bætið hvítlauknum við. Steikið hann í 1 mín, bætið tómötum við og látið malla í eina mín. í viðbót.
 Takið potinn af helluni, setjið  pastað aftur í pottinn með tómötunum, blandið pestóinu við pastað, annari lúkunni af klettasalatinu og piprið með svörum pipar (því grófari því betra) og hrærið allt vel saman. Raspið sítrónubörkinn yfir og blandið saman ásamt helming af osti. Toppið pastað með restinni af salatinu og ostinum áður en hann er borinn fram.

Þessi réttur er góður einn og sér, sem meðlæti td. með kjúkling eða sem partur af köldu borði því að hann er súper góður kaldur líka.

Dugar sem aðalréttur fyrir 2 eða sem meðlæti fyrir 4.


No comments:

Post a Comment