Wednesday, May 25, 2011

Ceviche sjávarréttasalat / Ceviche seafood salad

English version below :)
250 g hörpudiskur (lítil)
250 g rækja
400 g langa eða lúða
2 stk. límónur, safi og börkur
1 stk. rauður chili-pipar, fínsaxaður
1 stk. lítil rauð paprika, skorin smátt
1 stk. lítil gul paprika, skorin smátt
1 stk. hvítlauksrif, pressað eða fínsaxað
1 msk. engifer, fínt saxað
4 msk. góð ólífuolía
½ gúrka, kjarnhreinsuð, skorin smátt
1 búnt af fersku kóríander, saxað
4-5 stk. vorlaukar, fínt saxaðir
1 tsk. arómat

salt og pipar eftir smekk

Skerið fisk og hörpudisk í smáa teninga og setjið í skál með rækjum. Rífið límónubörkinn smátt, setjið út í blönduna og kreistið safann úr ávextinum yfir. Bætið við olíu, salti, pipar, arómati, chili, papriku og engifer.

Blandið því varlega saman við sjávarfangið. Látið blönduna í skálinni liggja í leginum í minnst tvær klukkustundir en því lengur því betra. Það getur verið gott að gera réttinn kvöldið áður en áætlað er að bera hann fram og setja þá lok yfir skálina eða plastfilmu yfir nóttina.

Rétt áður en rétturinn er brotinn fram er gúrku, vorlauk og kóríander bætt saman við blönduna en gott er að skilja örlítið eftir af kóríander til að skreyta með.

Fljótgert, stökkt hvítlauksbrauð

2 baguette-brauð

nokkrir dropar af ólífuolíu

1-2 hvítlauksrif

Skerið brauðið á ská í þunnar sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu, hellið nokkrum dropum af olíu yfir brauðið og grillið sneiðarnar í 200 gráðu heitum ofni í 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Þegar brauðið er tekið út úr ofninum skal hver sneið nudduð með hvítlauksrifi til að fá hvítlauksbragðið.


Super fresh seafood salad

250 g scallops (small)
250 g shrimp
400 g halibut or other white fish
2 pcs. lime juice and zest
1 pc. red chili-pepper, finely chopped
1 pc. small red bell pepper, chopped in small cubes
1 pc. small yellow pepper, chopped in small cubes
1 clove of garlic, pressed or finely chopped
1 tbsp. ginger, finely chopped
4 tbsp. good olive oil
½ cucumber cut the core out and cut the green / white part into small pieces
1 bunch of fresh coriander, chopped
4-5 pcs. spring onion, finely chopped
salt and pepper to taste

Cut the fish and scallops into small cubes and place in bowl with shrimps. Grind the lime zest over the fish and squeeze the juice from the fruit over the fish as well. Add oil, salt, pepper, chili, peppers and ginger. Mix gently. Let the mixture stay in the fridge for at least two hours but the longer the better.

Just before you serve it, add the cucumber, spring onion and coriander to the mixture. Leave a little coriander for decoration.

The quick, crisp garlic bread
2 baguettes
few drops of olive oil
1-2 cloves garlic

Cut the bread into thin slices. Place on baking pan, pour a few drops of oil over the bread and grill it in 200°C hot oven for 2-3 minutes on each side.

When bread is taken out of the oven, rub each slice with garlic clove to get the garlic flavor.

This is perfect starter for 8 people but you serve it to 4 people as a main course.

No comments:

Post a Comment