Sunday, March 13, 2011

Grillaður kjúklingur í sparifötum / Bacon dressed grilled chicken

English version below :)  

 Það er oft hægt að fá heilan kjúkling á góðu verði en úr honum er hægt að búa til góða og ódýra helgarsteik. Hér kemur ótrúlega góð og auðveld uppskrift sem allir ættu að ráða við.

 1 stk góður kjúklingur
1 sítróna (frekar lítil)
3 gulrætur
2 rauðlaukar
2 laukar
4 litlir hvítlaukar (skornir í tvennt, hýðið á)
3 sellerístöngull
150- 200 gr beikon
1 msk Herbs De Providents
Salt og svartur pipar
Góð olía

Hitið ofninn í 240 gráður. Byrjið á að setja u.þ.b. eina matskeið af Herbs De Providents og 1/2 msk af salti inn í kjúklinginn og piprið hann rausnarlega að utan. Skerið lítil göt á sítrónuna og troðið henni inn í kjúklinginn. Skerið grænmetið í munnbita og leggið á ofnskúffuna í "haug". Leggið kjúklinginn ofan á grænmetishauginn og leggið því næst beikonið ofan á kjúklinginn. Það má skera það til svo að það passi á lærin og vængina. Setjið ofnskúffuna inn í heitan ofninn,  lækkið hitann á 200 gráður og eldið hann í 80 - 90 mín.

Það er frábært að skera smáar kartöflur (þessar sem verða eftir í grænmetisskúffunni, því það nennir enginn að skræla þessar elskur)  í tvennt þegar uþb. 30 mín eru eftir af eldunartímanum. Skolið þær og hreinsið vel en ekki skræla þær. Það má setja þær umhverfis kjúklinginn í sömu skúffu eða í eldfast mót, en passið að bara að skúffan sé ekki löðrandi í safa. Hellið olíu, Timian og salti yfir kartöflurnar og bakið í 30 - 40 mín. Rífið parmesanost (uþb 2 msk)  og sítrónubörk (1 tsk)  yfir kartöflurnar áður en þið berið þær fram.

Þessi kjúklingur er svo ótrúlega mjúkur og safaríkur að það er að mínu mati óþarfi að bera fram sósu með honum



Bacon dressed grilled chicken

It is often possible to get a whole chicken at reasonable price, which you can use to create a good and cheap weekends' meal. Here is an incredibly good and easy recipe that everyone should be able to prepare.

1 pc good chicken
1 lemon (rather small)
3 carrots
2 red onions
2 onions
4 small garlic (cut in half)
3 sellery sticks
150-200g of bacon
1 tbsp Herbs De Providents
Salt and black pepper
Good oil

Preheat oven to 240 degrees. Put one tablespoon of Herbs de Providents and 1/2 tablespoon of salt into the chicken and generously pepper it on the outside. Cut small holes in the lemon and put it into the chicken. Cut the vegetables and and place it on a baking tray. Place the chicken on top of vegetables and put the bacon on top of it. Put the baking tray into the hot oven, lower heat to 200 degrees and cook it for 80 to 90 minutes.

It's great to cut the small potatoes in half when approx. 30 minutes is left of the cooking time. Rinse and clean them well, but don't peal them. Put them around the chicken in the same baking tray but just make sure the tray is not soaking in juice. You can always put it into an oven proof dish and place it above the chicken.

Pour oil, thyme and salt over potatoes and bake for 30 to 40 minutes. Grind Parmesan cheese (approx 2 tbsp) and lemon peel (1 teaspoon) over the potatoes before you serve.

The chicken is so incredibly soft and juicy that it is not necessary to serve any sauce with it.





2 comments:

  1. woww this looks soo yummy!! I am defeintely going to try this recipe this weekend! I also wanted to chip in and let your readers know if they can't get Herbs de Provence here is a recipe to create your own:

    2 tablespoons dried savory
    2 tablespoons dried rosemary
    2 tablespoons dried thyme
    2 tablespoons dried oregano
    2 tablespoons dried basil
    2 tablespoons dried marjoram
    2 tablespoons dried fennel seed

    Here's the official link: http://www.foodnetwork.com/recipes/emeril-lagasse/herbs-de-provence-recipe/index.html

    Thanks for the awesome recipe, Ingibjorg!! I love your blog :D

    ReplyDelete
  2. Thanks for this Herbs de Provence recipy - I am going to try it for sure :)

    ReplyDelete