500 gr fiskur eða hakkaðann fisk (ýsa, þorskur, eða bara hvað sem ykkur finnst best)
1 rauð paprika
1/2 búnt steinselja
1 ristuð brauðsneið (gróft brauð)
1 egg
1 tsk Turmerik
1 tsk Cumin
1 - 2 tsk salt
1 - 2 msk af olíu fyrir steikingu
1 msk smjör
slatti af svörtum pipar
1/2 kg smáar kartöflur (smælki)
1 box kirsuberja tómatar
Slatti af kóríander (má sleppa)
Sjóðið kartöflur þar til að þær eru mjúkar (sirka 15 - 20 mín, fer eftir stærð)
Maukið fisk í matvinnslu vél og skutlið honum í skál
Setjið papriku og steinselju í matvinnslu vél og maukið vel saman (má líka saxa smátt)
Blandið papriku og steinselju mauki við fiskfarsið
Myljið brauðsneiðina í mynslu og blandið saman við ásamt eggi, salti, og kryddi.
Bræðið smjör og olíu við meðal hita á pönnu.
Búið til litlar bollur úr hakkinu og steikið á pönnunni þar til að þær eru fallega brúnar (5 mín á hvorri hlið, fer eftir stærð)
Partý bollur:
Þegar bollurnar og kartöflurnar eru klárar, kæli ég hvortveggja í stofu hita. Því næst sker ég kartöfluurnar í tvennt og set hálfa kartöflu á tannstöngul með sárið niður, set eina bollu ofan á og loks hálfan tómat efst á stöngulinn. Að lokum saxa ég ferskan kóríander yfir allt. Gott að bera fram kalt.
Kvöldmatar útgáfan:
Þegar bollurnar eru steiktar skutla ég kartöflum og tómötum á pönnuna með bollunum og læt það malla í augnablik (fá smá hita í tómatana) Að lokum saxa ég kóríander yfir allt og ber fram rjúkandi heitt.
Þetta eru æðislegar bollur. Ég hef fengið að njótta þeirra í kvöldmatsútgáfu og partýútgáfu.
ReplyDelete