Friday, August 24, 2012

Matarmikil minestrone súpa með stökku beikoni

Frábær súpa þar sem upplagt er að nota nýtt Íslenskt grænmeti sem streymir nú í búðirnar og ylja sér í haustrigningunni.

3 - 4 góðar gullrætur (skornar í 2 cm. bita)
3 sellerí stilkar (skornar í 2 cm. bita)
1 laukur (fínt saxaður)
3 hvítlauksgeirar (fínt saxaðir)
5 msk. ólífuolía
1 1/2 líter af kjúklinga eða grænmetissoði (vatn og kraftur)
1 dós hakkaðir tómatar (400 gr.)

50 - 100 gr. pasta
1 búnt fersk basilíka
100 gr. grænar baunir, frosnar eða ferskar
100 - 200 gr. beikon (má sleppa)
100 gr. parmesan ostur.
Salt og pipar

Setjið gullrætur, sellerí, lauk og hvítlauk í góðan pott og með olíu og steikið á lágum hita í 15 - 20 mín. Grænmetið á ekki að brúnast.
hellið soðinu og tómötum yfir og látið sjóða á lágum hita í 20 mín. Bætið pasta og baunum saman við og sjóðið áfram það til að pastað er tilbúið. (Farið eftir leiðbeningum á pakka)

Saxið og steikið beikon á pönnu þar til að það er stökkt. Þerrið á eldhúspappír svo að mesta olían leki af. Saxið basiliku en gott getur verið að rúlla nokkrum blöðum upp líkt og vindling og saxa svo.

Setið basiliku og beikon og parmesan ost í 3 skálar svo að gestir geti sjálfir toppað sína súpu þegar að hún er borin fram.

Súpan er passleg fyrir 4.




1 comment: