200 gr hveiti ( má nota spelt)
100 gr. sykur ( hrásykur er bestur)
50 gr smjör
300 - 400 bláber
2 lítil græn epli skorinn á smáa bita.
1 matskeið kartöflumjöl
1 auka matskeið sykur
Bræðið smjörið í potti. Hveiti og sykri blandað í skál með sleif.
Bræddu smjöri er blandað saman við ( þetta verður eins og gróf brauðmylsna).
1/2 af deiginu er þrýst í botninn á góðu formi og sett inn í 220 gráðu heitan ofn í 10 mín. Takið fatið út úr ofninum og dreifið bláberjum og eplum yfir deigið. Kartöflumjölinu og einni matskeið af sykri er svo stráð yfir ávextina. Restinni af deiginu er svo lauslega dreift yfir bökuna, jafnvel í stórum klumpum.
Bakið í 220 gráðu heitum ofni í 20 mín. Látið bökuna kólna í minnst 45 mín áður en að hún er borin fram.
Skyr rjómi:
200 ml Kea Vanellu skyr.
200 ml rjómi
Þeytið rjómann vel í ská. Blandið skyrinu saman við þeyttan rjómann og hrærið með þeytara í augnablik.
Vá hvað þessi er girnileg, og sniðugur skyrrjóminn! :)
ReplyDeletejá og þetta er líka gott :)
ReplyDelete