Friday, March 1, 2013

Súper góð og einföld súkkulaðikaka með kókós kremi / Super good and simple chocolate cake with coconut cream

*English version below*

Ég hef ávalt staðið í þeirri meiningu að ég sé lélegur bakari og alltaf fundist kökubakstur vera algjört vesen. Ég á ekki vog svo að ég hef ekki hugmynd hvað 200 gr. af hveiti eru mikið, ég á ekki fín bökunarmót til að setja deigið í svo að ég hef bara ekki nennt að baka eitthvað þegar að ég get fengið betri köku út í næsta bakaríi. En nú er breyting á því ég hef fengið algjörlega skothelda súkkulaðiköku uppskrift sem er lítið mál að græja. Ég set deigið líka í eldfast mót, en ég legg örk af smjörpappír í mótið til að kakan festist ekki við mótið.

1 1/2 bolli hveiti
1 1/4 bolli sykur
1/2 bolli kakó
3/4 tsk salt
1 1/4 tsk matarsódi
2/3 bolli súrmjólk eða jógúrt má vera mjólk (ég notaði vanillu jógúrt)
2/3 bollar brætt/mjúkt smjör
1 tsk vanilludropar
1/3 bolli mjólk
2 egg

Blandið öllu saman nema eggjum í 2 mín með þeytara eða í hrærivél. Bætið eggjum saman við og hrærið í 2 mín í viðbót. Bakið við 180 gráðum. eða 160 gráðum á blæstri í 30 - 40 mín.

Krem
1 - 1 1/2 bolli flórsykur
2 -3 msk kakó
4 -5 msk mjúkt/brætt smjör
2 msk kókósolía

Öllu hrært súper vel með þeytara eða hrærivél í 4-5 mín


Super good and simple chocolate cake with coconut cream

I've always felt like I'm a poor baker and always found baking being a complete hassle. I do not have scales so I have no idea how much 200 gr. of wheat is and I don´t have a super cool bake ware to put the dough in. I just don´t bother to bake something when I can buy something that tastes and looks better in the bakery. But now it's different  because I have gotten a completely bulletproof chocolate cake recipe. I put the dough in a medium size ovenproof dish (I used this one, http://tinyurl.com/c3o9mmv), but I cover the mold with a sheet baking paper so the cake dose not get stuck.

1 1/2 cup flour
1 1/4 cup sugar
1/2 cup cocoa powder
3/4 teaspoon salt
1 1/4 teaspoon baking soda
2/3 cup buttermilk or yogurt may us milk (I used vanilla yogurt)
2/3 cups melted/soft butter
1 teaspoon vanilla extract
1/3 cup milk
2 eggs

Mix everything together except the eggs for 2 minutes with a mixer. Add the eggs together and stir for 2 more minutes. Bake at 180 degrees or 160 degrees if you use the fan for a 30 - 40 min.

Cream
1 to 1 1/2 cup powdered sugar
2 -3 tbsp cocoa powder
4 -5 tbsp soft/melted butter
2 tbsp coconut oil

Mix everything super well with a mixer for 4-5 minutes

Tuesday, February 19, 2013

Buff með cheddar og graslaukskartöflumús / Meat Buffs and mashed potatoes whit chives, cheddar and sour cream.
*English version below*

Frábær og einfaldur hversdagsréttur sem krakkar á öllum aldri elska.


500-600 gr nautahakk eða blanda af nauta og svína hakki
2-3 msk. ferskar eða 1 msk þurrkaðar kryddjurtir td. steinselja, timian, rósmarín.
1 egg
1-2 ristaðar/þurrar brauðsneiðar muldar smátt.
1tsk. salt
1tsk. pipar

Blandið öllu saman í skál og skiptið deiginu í 6 bita. Búið til buff með því að hnoða kjötinu í kúlu og þrýsta svo á það með hendinni. Steikið á pönnu í 6-8 mín á hvorri hlið. Mér finnst gott að setja buffinn í 160°C heitan ofn á meðan ég klára að útbúa meðlæti (10 mín) og þá er ég líka alveg viss um að þau eru elduð í gegn.

Mér finnst gott að steikja egg og lauk með og cheddar músin er líka alveg ómisandi með.

Cheddar kartöflumús

1kg. kartöflur
100-200 gr. rifinn cheddar
200 gr. sýrður rjómi
3-4 msk. saxaður graslaukur
1 saxað hvítlauksrif
Salt og svartur pipar

Sjóðið kartöflur með hýði á í 20-30 mín (fer eftir stærð). Skrælið kartöflur og setjið í skál eða í pottinn aftur. Blandið öllu hráefninu saman við og berið strax fram. Mér finns betra að hafa músina mína svoldið grófa svo að ég blanda bara öllu með sleif en ekki með stappara.


Meat Buffs and mashed potatoes whit  chives, cheddar and sour cream. 


This is a super simple everyday dish that kids of all ages love.

500-600 of minced beef or a mixture of beef and pork
2-3 tbsp. fresh or 1 tbsp dried herbs (eg. parsley, thyme, rosemary)
1 egg
1-2 roasted/dry bread crushed in small bits
1 tbsp. salt
1 tbsp. pepper

Mix everything together in a bowl and divide into 6 pieces. Make the buffs by kneading the meat into a ball and then press it with your hand. Fry in a pan for 6-8 minutes on each side. I like to put
the buff in 160°C hot oven while I finish preparing side dishes (10 min). That way I'm also quite sure that they are cooked all the way through.

I like to fry eggs and onions with the buffs. Mashed potato with cheddar is also must have.


Mashed potatoes with cheddar, chives and sour cream.

1kg. potatoes
100-200 gr. grated cheddar
200 gr. sour cream
3-4 tbsp chopped chives
1 chopped garlic cloves
Salt and black pepper

Boil potatoes (with skin on) for 20-30 minutes (depending on size). Peel the potatoes and place in a bowl or in the same pot again (no water though). Mix all ingredients well together and serve immediately. I like my potatoes to be chunky so I just stir them with a wooden spoon so they
brake well.

Friday, February 8, 2013

Heimatilbúnir hamborgarar / Homemade Burgers
*English version below*

Ég í alvöru held að maðurinn minn hafi ákveðið að giftast mér í fyrsta sinn sem og hann prófaði borgarana mína. Þeir eru tilvalinn föstudags gúmmulaði.

Hamborgara (4 stk)

500gr. magur nautahakk
1/2 tesk. hvítur pipar
1 tesk. salt

Byrjið á að salta og pipra kjötið, ef að kjötið er í baka er best að strá salti og pipar jafnt yfir
kjötið í bakkanum. Skiptið í 4 jafna hluta með borðhníf. Takið hvern hluta og hnoðið honum í kúlu. Best er að hafa kúluna þétta svo að borgararnir verið fallegir þegar að þeir eru flattir út. Takið næst bökunarpappír og rífið tvær 10 sm arkir. Leggið kjötið á milli akranna, takið pönnu og kremið hverja kúlu fyrir sig. Ég á ekki hamborgarapressu enda þoli ég ekki eldhúsgræjur sem hafa bara einn tilgang. Steikið á háum hita og snúið þeim þegar að þeir eru farnir að svitann (blóð eða vökvi er farin að koma úr hliðinni sem snýr upp)

Mér finnst gott að steikja beikon, sveppi og egg með borgaranum mínum og svo er auðvita, gott salat, tómatur, rauðlaukur og heimatilbúna hamborgarasósan mín ómissandi með.

Heimatilbúin hamborgarasósa


7 msk. majónes
2 msk. tómatsósu
1 msk. sinnep
1 tsk. hunang
1/2 tsk. Aromat


Home made Burgers

I think my husband decided to marry me the first time he tried my hamburgers!!Hamburgers (4 pcs)

500gr. lean ground beef
1/2 tsp. white pepper
1 tsp. salt

Sprinkle salt and pepper evenly over meat. Divide the beef into 4 equal parts with a table knife. Take each section and roll it into a ball. It is best to have a ball firm and smooth so that burgers will be beautiful when they are flattened out. Cut baking paper into two 10 cm sheets. Put the meat between sheets, get a pan and flat each ball into a burger. I do not have a burger press since I don't like kitchen gadgets that have only one purpose. Fry on high heat and turn them when they are starting to sweat (blood or fluid is coming from the side that faces up)

I like fried bacon, mushrooms and eggs with my burger and, of course, a good salad, tomato and onion. Homemade burger sauce is a must have, too.

Homemade hamburger sauce.

7 tbsp. mayonnaise
2 tbsp. ketchup
1 tbsp. mustard
1 tsp. honey
1/2 tsp. Aromat

Mix and enjoy :)

Monday, February 4, 2013

Lambakjötssamloka með piparrótamajónesi, klettasallati og cheddar osti
Tæknilega séð er þetta ekki uppskrift, heldur frekar hugmynd hvernig má
nota afganga af lambakjöti og brúnni sósu. Það má nota annan ost en
cheddar en mér finns hann passa mjög vel saman með kjötinu. Það er
líka hægt að nýta aðra kjöt afganga í þessa samloku.

Eldað lambakjöt (ég set ekkert ákveðið magn, þið notið bara það sem þið eigið)
Brún sósa
5-6 msk. gott majónes (fyrir 4-6 sneiðar)
1-2 tsk. piparrót rifinn eða í mauki.
2-3 góðar lúkur klettasallat
Góður bragðsterkur ostur, eins og cheddar
Súrar gúrkur
Gott brauð

Hitið brúnu sósuna í potti, skerið kjötið í bita og hitið í sósunni.
Blandið majónes og piparrót saman og smyrjið hverja brauðsneið. Setjið
klettasalat ofan á ost. Veiðið kjötið upp úr sósunni, það á ekki að
vera mikil sósa á samlokunni, bara nóg til að gera kjötið
safaríkt. Toppið með súrum gúrkum og njótið.

Saturday, February 2, 2013

Chili Con Carne*English version below*

Þetta er súper auðveldur, góður og hressandi réttur sem allir elska.

500 gr. nautahakk
2 laukar
2 hvítlauksgeirar
1-2 gulrætur
2 rauðar paprikur
1 tsk. chilli duft
1 tsk. cummin
1 tsk. kanil
1 tsk. sykur eða hunang
2-3 tsk. eða 1 teningur nautakraftur
500 ml. vatn
400 gr. niðursoðnar rauðar nýrnabaunir (skolið þær vel með köldu vatni)
400 gr. hakkaðir tómatar í dós
1 búnt af ferskum kórínader


Saxið lauk, hvítlauk, skerðið papríku í smáa bita og rífið gulrót með rifjárni. Hitið 1-2 msk. af olíu í potti á meðalhita. Steikið grænmetið í 5 mín, bætið þá kryddi saman við og steikið í 2 mín. til viðbótar. Bætið kjöti saman við og steikið í 5 mín. eða þar til að kjötið er farið að brúnast. Bætið þá tómötum, vatni, krafti, baunum og sykri eða hunangi saman við. Fáið upp suðuna og lækkið hitann. Takið næst
stilkana af kóríander og saxið smátt, en geymið blöðin þar til að rétturinn er borðinn fram, og bætið þeim í pottinn. Saltið og piprið eftir smekk. Látið malla við lágan hita í 1 klukkustund.

Berið fram með grjónum, sýrðum rjóma og guacamole. Mér finnst frábært að setja chili duft á borðið svo að hver og einn geti stjórnað hversu sterkann þeir vilja hafa réttin. Það má gjarna seta aðra tsk. af chili út í réttin en þar sem að 5 ára strákurinn minn er ekki mjög hrifin af sterkum mat hef ég réttin í mildari lagi.

Chili Con Carne


This is super easy, nice and tasty dish that everyone loves. Need I say more :)

500 gr. ground beef
2 onions
2 cloves of garlic
1-2 carrots
2 red peppers
1 tsp. chilli powder
1 tsp. cumin
1 tsp. cinnamon
1 tsp. sugar or honey
2-3 tsp. or 1 cube beef bouillon
500 ml. water
400 gr. canned red kidney (rinse them well with cold water)
400 gr. tomatoes in a can
bunch of fresh coriander


Chop the onion and garlic, cut peppers into small pieces and grate the carrot with the grinder. Heat 1-2 tbsp. of oil in a good pot to a medium heat. Fry the vegetables for 5 minutes, add the spices together
and cook for 2 more minutes. Add the meat to the pot and cook for 5 minutes or until the meat is starting to get brown. Add the tomatoes, water, beef bouillon, beans and sugar or honey to the pot. Bring up to boil and then lower the heat to low. Take the stalk from the coriander and chop them finely, but keep the leaves for serving. Salt and pepper after taste. Simmer gently for 1 hour.

Serve the Chili with rice, sour cream and guacamole. I like to put the chili powder on the table, its nice to sprinkle a bit more on top to make the dish a bit hotter. I use one tsp. of chili in my recipe since my 5 year old kid is not very fond of spicy food, so if you are serving this for adults you can add one more tsp. to the recipe.

Tuesday, January 29, 2013

Þykk og djúsí gúllassúpa/ Thick and juicy Goulash soup*English version below*

Þessa súpu býð ég gjarnan upp á ef ég er að fá marga í mat að vetrarlagi því að hún sér um sig sjálf. Það er ótrúlega sniðugt að bjóða upp á matarmikla súpu ef gesti ber að garði því það er mjög þægilegt að bera hana fram. þú ert ekki með 15 mismunandi tegundir af meðlæti sem þarf að græja 5 mín áður en steikin er sett á borðið. Í staðin getur þú notið þess að fá þér fordrykk með gestunum þínum án þess að vera sveitt á kafi í eldhúsinu þegar gestirnir mæta, ný varalituð og sæt :)

600-700 gr. nautagúllas
2 laukar
2-3 hvítlauksrif
3 gulrætur
2 paprikur
4-5 meðal stórar kartöflur
1 dós (400 gr.) hakkaðir tómatar
1 l. vatn
1 msk. ferskt timían (má sleppa)
1 msk. ferskt rósmarín (má sleppa)
2 msk. fersk steinselja (má sleppa)
4 msk. nautakraftur (2 teningar)
1 tsk. kúmen
1 msk. paprikuduft
1 tsk. sterk paprika eða gróft þurrkað chilli
1 msk. smjör
1 msk. olía

Hitið eina msk. af olíu og eina msk. af smjöri í góðum potti. Skerið kjötið í smá bita (2 - 3 cm bita) og setjið í pottin þegar að olían er orðin heit og hrærið/snúið kjötinu reglulega. Skerið lauk frekar gróft og saxið hvítlauk og bætið í pottinn. Látið malla í 5 mín. Bætið 400 ml af vatni út í pottinn ásamt krafti og kryddi. Fáið upp suðu og lækkið strax hitann. Látið krauma við vægan hita í 1 tíma. Það er mikilvægt að kjötið fái að sjóða lengi svo að það verði mjúkt og gott. Skerið restina af grænmetinu í smáa munnbita og saxið kryddjurtirnar.

Þegar kjötið er búið að sjóða í eina klukkustund og er farið að verða meyrt og gott, bætið þá restina af grænmetinu, tímian, rósmarín, tómötum og restina af vatninu. Látið malla í 20 - 30 mínutur. Bætið steinseljunni við í lokinn og smakkið til með salti, pipar og krafti.

Ég ber súpuna allaf fram með sýrðum rjóma, en ég ríf gjarnan börk af hálfri sítrónu og blanda við rjómann, sítrónan gefur ótrúlega gott bragð. Gott brauð er líka ómissandi með heimalöguðu hvítlaukssmjöri. Ég blanda 2-3 msk. af smjöri saman við eitt fín saxað hvítlauksrif sem ég stappa saman með gafli. Þetta er alveg toppurinn yfir iið :)
Thick and juicy Goulash soup


I love to serve this soup when I get lots of friends over for a casual dinner/beer night :) It is perfect for cold winter days and it almost takes care of itself. It's incredibly easy dinner party dish because you don't have to have 15 different types of side-dishes that need to be made 5 minutes before the roast is put on the table. Instead you can enjoy an aperitif with your guests without being sweaty and super busy in the kitchen when the guests show up. You will have a fresh coat of lipstick looking all cute and in control :)


600-700 gr. beef (flank or chuck)
2 onions
2-3 garlic cloves
3 carrots
2 peppers
4-5 potatoes
1 can (400 gr.) of minced tomatoes
1 l. water
1 tbsp. fresh thyme (optional)
1 tbsp. fresh rosemary (optional)
2 tbsp. fresh parsley (optional)
4 tbsp. or 2 cubes beef bouillon
1 tsp. cumin
1 tbsp. pepper powder
1 tsp. strong coarse pepper or dried chilli
1 tbsp. butter
1 tbsp. oil

Heat one tablespoon oil and one tablespoon butter in a good pot. Cut the meat into small (2-3 cm) pieces and place in the pot with the hot oil, stirring and turning the meat regularly. Cut onions and garlic and add to the pot. Simmer for 5 minutes. Add 400 ml of water into the pot along with bouillon and spices. Bring up to a boil and then lower heat immediately. Simmer gently for 1 hour. It is important for the meat to boil for a long time so it will be soft and tender. Cut the rest of the vegetables into small pieces and and finely chop the fresh herbs.

Once the meat has been boiling for one hour and it's become tender, add the rest of the vegetables, time, rosemary, tomatoes and the rest of the water. Simmer for 20 to 30 minutes. Finally, add parsley and taste with salt and pepper.

I always serve the soup with sour cream, but I love to put finely grated lemon zest from half a lemon and mix it with sour cream, as lemon gives really good taste. Another good friend of this soup is a good fresh stone baked bread topped with home made garlic butter. I mix 2 to 3 tbsp. of butter with fine chopped garlic clove and stamp it together with a fork.Sunday, January 27, 2013

Amerískar pönnukökur /American pancakes*English version below*Pönnukökur eru algjört möst á mínu heimili á sunnudögum, en það er fátt eins notalegt eins og að gæða sér á heitum pönnukökum, góðu kaffi og helgarblaðinu. Ekkert stress, bara notalegheit :)


220 gr.  hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
1 tsk  sykur
1 matskeið haframjöl (má sleppa)
2  egg
2 - 3 matskeiðar mjúkt brætt smjör
300 ml súrmjólk (má nota mjólk, helst nýmjólk)

Blandið öllu vel saman í blandara, hrærivél eða með handþeytara. Steikið á meðaheitri pönnu og snúið þeim þegar að það eru farnar að myndast loftbólur á kökurnar. Berið fram með hlynsírópi, beikoni, eða bara smjör og osti.

Hindberjasíróp

Setið einn einn desilítra af hlynsírópi í pott og blandið einum desilítra af hindberjum eða einni matskeið af hindberjasultu saman við. Blandið vel saman og hitið (sjóðið ekki)

American pancakes 

Pancakes are totally a must on Sunday morning. There is nothing that beats hot pancakes, good coffee and the weekend paper on a long Sunday morning. No stress, just cosiness :)


220 gr. wheat
1 1/2 teaspoons baking powder
1 tsp. salt
1 teaspoon sugar
1 tablespoon oatmeal (optional)
2 eggs
2 to 3 tablespoons soft butter, melted
300 ml buttermilk (can use milk, preferably whole milk)

Mix everything together well in a blender or a mixer. Fry on medium hot a pan and rotate them when it is starting seeing bubbles on the cakes. Serve with maple syrup, bacon, or just butter and cheese.

Raspberry Syrup

Put  100 ml. of maple syrup in a saucepan and mix it with 100 gr. of raspberry or one tablespoon of raspberry jam. Mix well and heat (do not boil)