Monday, February 4, 2013

Lambakjötssamloka með piparrótamajónesi, klettasallati og cheddar osti
Tæknilega séð er þetta ekki uppskrift, heldur frekar hugmynd hvernig má
nota afganga af lambakjöti og brúnni sósu. Það má nota annan ost en
cheddar en mér finns hann passa mjög vel saman með kjötinu. Það er
líka hægt að nýta aðra kjöt afganga í þessa samloku.

Eldað lambakjöt (ég set ekkert ákveðið magn, þið notið bara það sem þið eigið)
Brún sósa
5-6 msk. gott majónes (fyrir 4-6 sneiðar)
1-2 tsk. piparrót rifinn eða í mauki.
2-3 góðar lúkur klettasallat
Góður bragðsterkur ostur, eins og cheddar
Súrar gúrkur
Gott brauð

Hitið brúnu sósuna í potti, skerið kjötið í bita og hitið í sósunni.
Blandið majónes og piparrót saman og smyrjið hverja brauðsneið. Setjið
klettasalat ofan á ost. Veiðið kjötið upp úr sósunni, það á ekki að
vera mikil sósa á samlokunni, bara nóg til að gera kjötið
safaríkt. Toppið með súrum gúrkum og njótið.

No comments:

Post a Comment