Tuesday, February 19, 2013

Buff með cheddar og graslaukskartöflumús / Meat Buffs and mashed potatoes whit chives, cheddar and sour cream.
*English version below*

Frábær og einfaldur hversdagsréttur sem krakkar á öllum aldri elska.


500-600 gr nautahakk eða blanda af nauta og svína hakki
2-3 msk. ferskar eða 1 msk þurrkaðar kryddjurtir td. steinselja, timian, rósmarín.
1 egg
1-2 ristaðar/þurrar brauðsneiðar muldar smátt.
1tsk. salt
1tsk. pipar

Blandið öllu saman í skál og skiptið deiginu í 6 bita. Búið til buff með því að hnoða kjötinu í kúlu og þrýsta svo á það með hendinni. Steikið á pönnu í 6-8 mín á hvorri hlið. Mér finnst gott að setja buffinn í 160°C heitan ofn á meðan ég klára að útbúa meðlæti (10 mín) og þá er ég líka alveg viss um að þau eru elduð í gegn.

Mér finnst gott að steikja egg og lauk með og cheddar músin er líka alveg ómisandi með.

Cheddar kartöflumús

1kg. kartöflur
100-200 gr. rifinn cheddar
200 gr. sýrður rjómi
3-4 msk. saxaður graslaukur
1 saxað hvítlauksrif
Salt og svartur pipar

Sjóðið kartöflur með hýði á í 20-30 mín (fer eftir stærð). Skrælið kartöflur og setjið í skál eða í pottinn aftur. Blandið öllu hráefninu saman við og berið strax fram. Mér finns betra að hafa músina mína svoldið grófa svo að ég blanda bara öllu með sleif en ekki með stappara.


Meat Buffs and mashed potatoes whit  chives, cheddar and sour cream. 


This is a super simple everyday dish that kids of all ages love.

500-600 of minced beef or a mixture of beef and pork
2-3 tbsp. fresh or 1 tbsp dried herbs (eg. parsley, thyme, rosemary)
1 egg
1-2 roasted/dry bread crushed in small bits
1 tbsp. salt
1 tbsp. pepper

Mix everything together in a bowl and divide into 6 pieces. Make the buffs by kneading the meat into a ball and then press it with your hand. Fry in a pan for 6-8 minutes on each side. I like to put
the buff in 160°C hot oven while I finish preparing side dishes (10 min). That way I'm also quite sure that they are cooked all the way through.

I like to fry eggs and onions with the buffs. Mashed potato with cheddar is also must have.


Mashed potatoes with cheddar, chives and sour cream.

1kg. potatoes
100-200 gr. grated cheddar
200 gr. sour cream
3-4 tbsp chopped chives
1 chopped garlic cloves
Salt and black pepper

Boil potatoes (with skin on) for 20-30 minutes (depending on size). Peel the potatoes and place in a bowl or in the same pot again (no water though). Mix all ingredients well together and serve immediately. I like my potatoes to be chunky so I just stir them with a wooden spoon so they
brake well.

No comments:

Post a Comment