*English version below*
Þessa súpu býð ég gjarnan upp á ef ég er að fá marga í mat að vetrarlagi því að hún sér um sig sjálf. Það er ótrúlega sniðugt að bjóða upp á matarmikla súpu ef gesti ber að garði því það er mjög þægilegt að bera hana fram. þú ert ekki með 15 mismunandi tegundir af meðlæti sem þarf að græja 5 mín áður en steikin er sett á borðið. Í staðin getur þú notið þess að fá þér fordrykk með gestunum þínum án þess að vera sveitt á kafi í eldhúsinu þegar gestirnir mæta, ný varalituð og sæt :)
600-700 gr. nautagúllas
2 laukar
2-3 hvítlauksrif
3 gulrætur
2 paprikur
4-5 meðal stórar kartöflur
1 dós (400 gr.) hakkaðir tómatar
1 l. vatn
1 msk. ferskt timían (má sleppa)
1 msk. ferskt rósmarín (má sleppa)
2 msk. fersk steinselja (má sleppa)
4 msk. nautakraftur (2 teningar)
1 tsk. kúmen
1 msk. paprikuduft
1 tsk. sterk paprika eða gróft þurrkað chilli
1 msk. smjör
1 msk. olía
Hitið eina msk. af olíu og eina msk. af smjöri í góðum potti. Skerið kjötið í smá bita (2 - 3 cm bita) og setjið í pottin þegar að olían er orðin heit og hrærið/snúið kjötinu reglulega. Skerið lauk frekar gróft og saxið hvítlauk og bætið í pottinn. Látið malla í 5 mín. Bætið 400 ml af vatni út í pottinn ásamt krafti og kryddi. Fáið upp suðu og lækkið strax hitann. Látið krauma við vægan hita í 1 tíma. Það er mikilvægt að kjötið fái að sjóða lengi svo að það verði mjúkt og gott. Skerið restina af grænmetinu í smáa munnbita og saxið kryddjurtirnar.
Þegar kjötið er búið að sjóða í eina klukkustund og er farið að verða meyrt og gott, bætið þá restina af grænmetinu, tímian, rósmarín, tómötum og restina af vatninu. Látið malla í 20 - 30 mínutur. Bætið steinseljunni við í lokinn og smakkið til með salti, pipar og krafti.
Ég ber súpuna allaf fram með sýrðum rjóma, en ég ríf gjarnan börk af hálfri sítrónu og blanda við rjómann, sítrónan gefur ótrúlega gott bragð. Gott brauð er líka ómissandi með heimalöguðu hvítlaukssmjöri. Ég blanda 2-3 msk. af smjöri saman við eitt fín saxað hvítlauksrif sem ég stappa saman með gafli. Þetta er alveg toppurinn yfir iið :)
Thick and juicy Goulash soup
I love to serve this soup when I get lots of friends over for a casual dinner/beer night :) It is perfect for cold winter days and it almost takes care of itself. It's incredibly easy dinner party dish because you don't have to have 15 different types of side-dishes that need to be made 5 minutes before the roast is put on the table. Instead you can enjoy an aperitif with your guests without being sweaty and super busy in the kitchen when the guests show up. You will have a fresh coat of lipstick looking all cute and in control :)
600-700 gr. beef (flank or chuck)
2 onions
2-3 garlic cloves
3 carrots
2 peppers
4-5 potatoes
1 can (400 gr.) of minced tomatoes
1 l. water
1 tbsp. fresh thyme (optional)
1 tbsp. fresh rosemary (optional)
2 tbsp. fresh parsley (optional)
4 tbsp. or 2 cubes beef bouillon
1 tsp. cumin
1 tbsp. pepper powder
1 tsp. strong coarse pepper or dried chilli
1 tbsp. butter
1 tbsp. oil
Heat one tablespoon oil and one tablespoon butter in a good pot. Cut the meat into small (2-3 cm) pieces and place in the pot with the hot oil, stirring and turning the meat regularly. Cut onions and garlic and add to the pot. Simmer for 5 minutes. Add 400 ml of water into the pot along with bouillon and spices. Bring up to a boil and then lower heat immediately. Simmer gently for 1 hour. It is important for the meat to boil for a long time so it will be soft and tender. Cut the rest of the vegetables into small pieces and and finely chop the fresh herbs.
Once the meat has been boiling for one hour and it's become tender, add the rest of the vegetables, time, rosemary, tomatoes and the rest of the water. Simmer for 20 to 30 minutes. Finally, add parsley and taste with salt and pepper.
I always serve the soup with sour cream, but I love to put finely grated lemon zest from half a lemon and mix it with sour cream, as lemon gives really good taste. Another good friend of this soup is a good fresh stone baked bread topped with home made garlic butter. I mix 2 to 3 tbsp. of butter with fine chopped garlic clove and stamp it together with a fork.
This comment has been removed by the author.
ReplyDelete...and delicious it was!!
ReplyDelete