Friday, January 25, 2013

Íslenskar fiskibollur með brúnni sósu / Icelandic fishballs*English version below*


Fiskibollur var minn uppáhaldsmatur þegar að ég var krakki. Það er eitthvað svo ótrúlega notalegt að gæða sér á heimalöguðum fiskibollum. Þetta er hollur og ódýr matur sem krakkarnir elska. Ef þið eru með glúten óþol, sleppið þá bara hveiti og notið þá 2 1/2 matskeið af kartöflumjöli í staðin. 

500 gr. ýsa eða þorskur
1  gulur laukur
1 hvítlauksrif
1 egg
1-2 msk hveiti
1/2 kartöflumjöl
1 tsk sítrónupipar
1-2 tsk salt

Skerið bein og roðlaust flakið í 2-3 bita og setjið í matvinnsluvél. Látið hana ganga í stutta stund eða þar til að fiskurinn er vel tættur en ekki alveg komin í mauk. Gott getur verið að nota "pulsing" takkann á vélinni og ýtið á hann í nokkur skipti. Setjið fiskhakk í skál. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél er hægt að kaupa hreint fisk hakk í fiskborðum og búðum.

Setjið lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og hakkið smátt. Það má líka saxa hann með hníf. Bætið lauknum við fiskinn í skálinni. Bætið einu eggi saman við ásamt hveiti, kartöflumjöli og kryddi. Byrjið á að setja eina matskeið af hveiti og hrærið, en ef ykkur finnst blandan blaut bætið þá hinni við smá saman. Hrærið öllu saman með sleif og látið standa í 30-60 mín.

Setjið uþb. eina matskeið af smjöri og ca. hálfa matskeið af góðri olíu á pönnu. Mér finnst best að móta bollurnar með tveimur matskeiðum (gott að dýfa skeiðunum í kalt vatn á milli)  en þá takið þið fars í eina skeið og þrýstið á með hinni. Þá verða þær allar jafn stórar og fallegar í laginu.

Þegar búið er að gera allar bollurnar má setja þær á heita pönnu, passið bara að hafa hana ekki of heita því þá brennur smjörið auðveldlega. Steikið á hvorri hlið í 5 til 8 mínútur og snúið reglulega.

Berið fram með brúni sósu/karrýsósu, kartöflum eða grjónum og grænmeti.

Icelandic fish balls


These wonderful fish balls use to be my favorite when I was a kid. There is something so comfy about eating homemade fish balls. This is a healthy and cheap dish that kids love. If you have a gluten intolerance, you can skip the all purpose flour and use 2 1/2 tablespoons of potato flour instead.

500 gr. haddock or cod
1 yellow onion
1 garlic clove
1 egg
1 to 2 tablespoons all purpose flour
1/2 tablespoon potato flour
1 teaspoon lemon pepper
1 to 2 teaspoons salt
Cut the bone and skin off the fish and cut it in 2-3 pieces and then put it in a food processor. Use the pulsing button on the food processor and press it several times. You don't want the fish to turn into a purée, it should just be shredded into small bits. Put the mince fish in a bowl.

Put the onion and garlic in the food processor and mince into small bits. You can also use a knife. Add the onions to the fishAdd egg together with the flour, potato flour and spices. Start putting one tablespoon of flour and stir, but if you feel the mixture is to wet, then add the second spoon of flour. Stir everything together
with spoons and let it stand for 30 to 60 min.

Put approx. one tablespoon of butter and half a tablespoon of good oil in a pan. I prefer to shape the balls with two tablespoons (dip the spoons into cold water in between). That way they will be equally large and have a beautiful shape.

After you have done all the balls you can put them on a hot pan, but be careful not to have it too hot because the butter will burn easily. Fry on each side for 5 to 8 minutes and rotate regularly.

Serve with sauce, potatoes or rice and vegetables.
No comments:

Post a Comment