Wednesday, January 23, 2013

Nordstöm Lax með avacado og hnetum / Nordstöm Salmon salad


*English version below*


Þetta frábæra salat er einstaklega næringarríkt og hollt. Það inniheldur helling af góðri fitu sem er lífsnauðsynleg í vetrarkuldanum. Það getur líka verið sniðugt að nota afganga af laxi eða kaftöflum frá deginum áður í þetta salat.

200 gr. eldaður lax (grafinn, reyktur, eða afgangar)
2 avocado
2 skalotlaukar
2 - 4 kartöflur soðnar og kældar
8 - 10 kirsuberja tómatar
50 gr. Möndlur
1/2 sítróna (safi)
1 tsk maldon salt
1 tsk nýmalaður pipar
2 msk góð ólífuolía


Byrjið á því að sjóða kartöflur og kælið. Skerið avocado í bita. Mér finnst best að skera avocadoið í helminga, meðfram steini og "skrúfa" það svo í sundur. Næst náið þið steininum úr öðrum helmingnum td. með skeið ef að það er mjög mjúkt, annars er gott að ýta með beittum hníf í miðjan steininn þar til að hann er fastur og svo snúa hann út. Því næst er hvor helmingur skorin í tvennt með beittum hníf. Takið svo borðhníf, rennið honum í gegn um miðjun á hverjum bita, einu sinni langsum og svo 6 sinnum þversum eða eftir því hvað þið villt fá stóra bita. Passið bara að fara ekki í gegn um hýðið. Bitunum sem er búið að mynda fyrir í hýðinu eru svo skafinn úr með skeið. Þannig fáið þig fallega bita þrátt fyrir að ávöxturinn sé mjúkur. Setjið bitanna í skál og setjið matskeið af sítrónusafa yfir (þá brúnar avocadoið síður)

Skerið tómatana í tvennt og setjið í skál með avocadoinu. Skerið lax og kartöflur (gott að salta kartöflurnar aðeins) í munnbita, skerið lauk í þunnar sneiðar og bætið í skálina með tómatinnum og avocado. Að lokum, saltið og piprið og toppið með olíu og sítrónusafa og blandið varlega saman. Bætið ósöltum möndlum svo saman við áður en borið er fram.


Nordstöm Salmon salad

This wonderful salad is very nutritious and healthy. It contains lots of good fat which is essential of cold winter days. It is also a great way to use salmon or potatoes leftovers from the day before.

200 gr. cooked salmon (cured, smoked, or leftovers)
2 avocado
2 shallots
2 to 4 potatoes, boiled and cooled
8 to 10 cherry tomatoes
50. gr almonds
1/2 lemon (juice)
1 teaspoon Maldon salt
1 teaspoon salt freshly ground pepper
2 tbsp good olive oil


Start by boiling the potatoes and then cool them. Cut the avocado into good size chunks and put a teaspoon of lemon juice over so the avocado does not get brown. Slice the tomatoes in half and place it in a bowl with the avocado. Cut the salmon and potatoes (put a bit of salt on the potatoes) to bite size pieces, cut onions into thin slices and add to the bowl with tomatoes and avocado. Finally, salt and pepper and top with oil and lemon juice and mix gently. Add the unsalted almonds before you serve the salad.


No comments:

Post a Comment