Tuesday, August 23, 2011

Grillaður þorskur með rósmarín og beikoni

Fiskur:

800 gr þorskur
8 sneiðar beikon
4 stilkar rósmarín
salt og pipar

Roð og beinhreinsið fiskinn og skerið í ca. 10 cm. stykki. Saltið og piprið. Leggið eina grein af rósmarín yfir fiskinn og vefjið beikoninu utan um. Hitið grillið vel á hæsta hita. Leggið fiskinn á heitt grillið og grillið á hvorri hlið í 3-4 mín. Slökkvið á grillinu og hvílið fiskinn í 5 mín á lokuðu grillinu.Kartöflubátar:

12 -16 nýjar kartöflur
4 msk ólífuolía
salt og pipar

Skerið hverja kartöflu í 6 báta (ekki taka hýðið af) leggið á ofnskúffu með bökunarpappír, saltið og piprið og veltið upp úr ólífuolíuinn. Setjið inn í 220 gráðu heitan ofn (helst með grilli og blæstri). Bakið í 15-20 mín. Snúið eftir uþb. 10 mín.

Sósa:
2-3 msk hveiti
1-2 msk smjör
3 -4  dl mjólk
1/2 lítill laukur
1 hvítlauksrif
2 – 3 þræðir Saffran
1 tsk. karrý
1 tsk. fiskikraftur
50 gr parmesan ostur
Salt og pipar

Bræðið smjör á meðal hita og bætið við lauk og hvítlauk þar til að hann er mjúkur. Bætið við Karríi og Saffran saman við látið malla í smjörinu í 2 mín.  Stráið hveitinu saman við smjörið og laukinn (eina matskeið í einu) og passið að allt hveitið blandist vel við smjörið. Passið líka að hafa ekki of háan hita á pottinum svo að þetta brenni ekki. Látið hveitið malla í 2-3 mín. Bætið við mjólk en það verður að gerast MJÖG hægt, hálfur dl. í einu og hrærið stöðugt í. Bætið parmesan ost, salti, svörtum pipar og krafti saman við sósuna  og látið malla á lágum hita í 5 mín.

Toppið með nýjum vorlaukNo comments:

Post a Comment