Sunday, July 31, 2011

Crêpe með jarðaberjum og vanillurjóma

 2 egg
100 g hveiti
250 ml mjólk
25 gr smjör
smá auka smjör til steikingar

Hrærið eggin vel saman og bætið hveitinu smá saman við. Bætið 4 -5 msk af mjólk við blönduna og blandið henni vel saman við. Bætið restinni af mjólkinni og hrærið vel með sleif (blandan á að vera mjög þunn). Látið standa inn í ískáp í u.þ.b. 1 klst, jafnvel lengur. Bræðið smjörið rétt áður en þið ætlið að steikja kökurnar og blandið því við deigið. Hitið pönnuna vel með bráðnu smjöri (1/2 tsk ) og hellið 2 -3 msk af deigi á pönnuna en passið að velta henni vel. Það er tímabært að snúa pönnukökunni þegar að hliðin sem snýr upp virðist þurr. Þessi uppskrift dugar í 8 - 10 kökur.

Meðlæti:

1 ferna Milda vanillu rjómi (má nota venjulegan rjóma og dropa)
1 box fersk jarðaber
DEN GAMLE FABRIK Cremet Jarðaberjasulta eða önnur góð sulta.

Smyrjið sultu á hverja pönnuköku, setjið næst þeyttan rjóma og að lokum toppið með ferskum jarðaberjum


No comments:

Post a Comment