Monday, September 12, 2011

Íslensk kjötsúpa

1 kg lambaframpartur á beini
4 gulrætur (skornar í munnbita)
1 rófa (skorinn í munnbita)
1 laukur (smátt saxaður)
1/4 af blaðlauk (skorinn í sneiðar)
4 -5  íslenskar kartöflur (skornar í 4 báta hver)
2 stilkar sellerí (smátt skornir)
2 hvítlauksrif (fínt söxuð)
2 - 3 msk blóðberg  (timían)
1 msk rósmarín (fín söxuð)
2 1/2  l vatn
50 gr hrísgrjón
1 nautakjötsteningur
salt og pipar

Setjið kjötbitana í góðan pott og hellið vatni yfir þar til að það flýtur vel yfir kjötið og fáið suðu upp. Þegar vatnið er farið að sjóða, veiðið kjötið upp úr og hellið vatninu úr pottinum. Þetta er gert til þess ná blóði og öðrum óhreinindum úr kjötinu en súpan verður tærari fyrir vikið og þið losnið við froðuna sem fylgir því að sjóða kjöt. Setjið kjötið aftur í hreinan pottinn og bætið  öllu grænmetinu nema rófunum saman við. Hellið vatninu yfir og bætið kryddjurtum út í ásamt nauta krafti. Fáið upp suðu og látið malla á
meðal hita í 1 klst. Bætið þá róum og grjónum, smakkið til með saltið og piprið með svörtum pipar og sjóðið í 1/2 klst í viðbót. Takið súpuna af hitanum og látið hana standa í 10 - 15 mín áður en að hún er borin fram.


No comments:

Post a Comment