Sunday, June 12, 2011

Besti brönsinn

Það elska allir bröns en þessi er með ítölsku ívafi og er alveg frábærlega góður.

Eggjakaka
 

Það er best að klára elduninna á eggjakökunni í ofni þeas. elda eggjakökuna á pönnu sem passar í ofninn. 

3 stórar bökunarkartöflur
100 gr beikon
8 góð egg
½ laukur, saxaður
5 msk olía
1 hvítlauksrif, saxað
50 ml rjómi
150 gr parmesanostur
1 tsk rósmarín
Salt og svartur pipar

Skerið beikonið í smáa bita þar til að það verður stökkt. Takið það af pönnuni og leggið á eldhúspappír svo að mesta fitan leki af.
Skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Steikið upp úr olíu á meðal hita í 10 mín eða þar til að þær verða meyrar. Verið dugleg að snúa þeim á pönnuni svo að þær brenni ekki. Bætið lauk og rósmarín saman við kartöflur og steikið í 5 mín til viðbótar. Að lokum bætið hvítlauk og steiktu beikoni saman við og steikið í 2– 3 mín til viðbótar. Hvítlaukinn má ekki steikja of lengi því að hann brennur fljótt og getur orðið beiskur.
Á meðan að kartöflurnar eru að steikjast takið egg, rjóma, ½ af parmesanosti, salti og pipar og blandið vel saman í skál.
Hellið eggjablöndunni yfir kartöflurnar og blandið rólega saman við. Steikið í 5 mín. Takið restina af ostinum, stráið yfir eggin, setjið pönnuna inn í 200 gr heitan ofn og bakið í 25 mín.
Ef þið eruð ekki með pönnu sem passar í ofninn þá getið þið notast við eldfast mót. Þið gerið allt eins og uppskriftin segir hér að ofan nema að í staðin fyrir að setja eggin á pönnuna takið þið kartöflu mixið af pönnuni og setjið í eldfast mót. Síðan hellið þið eggjunum yfir og bakið í 40 - 45 mín í 200 gráðu heitum ofni. Þegar að tíminn er uþb. hálfnaður og kakan er farin að stífna þá stráið þið restina af ostinum yfir.
Eggjakanan í 10 – 15 mín áður en þið berið hana fram.  
Með þessu ber ég fram bakaða tómata, amerískar pönnukökur með hlynsírópi og smjöri (ég elska ameríska Maizena pönnukökumixið), ferska ávexti, góðan safa og auðvitað góðan expressó. Súper einfalt og gott.

Bakaðir tómatar með Herbes de Provence


4 – 5 fallegir tómatar.
1 msk Herbes de Provence
1 -2 msk ólífuolía
Svartur pipar

Skerið tómata í helminga. Mér finnst gott að skera örþunna sneið neðan af þeim svo að þeir sitji betur. Baðið þá upp út olíu og að lokum stráið kryddi yfir þá. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í 20 mín.

Uppskriftin miðast við ca 4.

No comments:

Post a Comment