Tuesday, October 25, 2011

Smørrebrød með steiktri rauðsprettu

Þetta er frábærlega góður og auðveldur réttur sem kemur matargestum alltaf skemmtilega á óvart.

800 gr rauðspretta
2 - 3 brauðsneiðar
3 - 4 msk hveiti
1 egg
2 eggjahvítur
salt
4 - 6 malt brauðsneiðar
remúlaði
súrar gúrkur (Beauvais)
Remúlaði
Ferskt dill
2 - 3 sítrónur

Útbúið raspið með því að rista brauðið og mylja það vel í matvinnslu vél með 2 - 3 msk af dilli. Roðflettið fiskinn og skerið hvert flak í 2 - 3 stk eftir stærð. Saltið fiskinn. Þeytið eggið og hvíturnar vel saman og setjið hveitið og raspinn á sitthvorn diskinn. Veltið hverju stykki upp úr hveiti, síðan upp úr eggjablöndu og að lokum upp úr brauðmynsluni. Það getur verið gott að þrýsta mynsluni vel á fiskin til þess að þetta haldist vel á. Steikið upp úr góðri olíu á meðal háum hita í 3 - 4 mín á hvorri hlið.

Setjið örlítið af remúlaði á hverja sneið, leggið 1 - 2 bita af rauðsprettu ofan á brauðið, góða slettu af remúlaði ofan á fiskinn, þar næst sneiðar af gúrku og sítrónu og toppið með fersku dilli.

God appetit!No comments:

Post a Comment