Friday, January 14, 2011

Kjúklingasúpa fyrir sálina / Chicken soup for the soul

English version below :)  


Kjúklingasúpa fyrir sálina
 

Þessi súpa er svona "old school" kjúklingasúpa fyrir nauðstadda. Það er saman hvað er að plaga þig þessi súpa mun virka eins vel eins og gott knús frá mömmu.


3 - 4 kjúklingabitar (leggir, vængir eða bringa hann verður þó að vera með beini)
1 msk olía
1 msk Kjúklingakraftur
2 tsk timían (1 msk ferskt)
1 tsk Turmerik (má nota karrý)
1 lárviðarlauf
2 gulrætur
1 sellerístöngull
1 laukur
2 hvítlauksrif
smá sletta af rjóma eða grískri jógúrt  (má sleppa)
1 hvítvínsglas (má sleppa)
150 g núðlur
salt og pipar
steinselja eða graslaukur (saxað smátt)


Saxið laukinn og selleríið smátt en skerið gulræturnar í litla teninga. Hitið olíu í góðum potti og steikið grænmetið á lágum lágum í 3 -4 mín. Bætið hráum kjúklingum í pottinn með grænmetinu og steikið í 10 mín á meðalhita. Bætið timían, turmerik og hvítlauk og steikið í 3- 4 mín til viðbótar.

Hellið hvítvíni yfir og látið sjóða niður (2 mín). Hellið 1 1/2 - 2 lítrum af vatni (þetta fer eftir smekk eftir því hversu matarmikla súpu þið viljið fá) yfir grænmetið og bætið  krafti, rjóma og lárviðarlaufi saman við.

Súpan á svo að malla á lágum hita í 30- 40 mín. Veiðið kjúklingbitana upp úr súpunni, hreinsið allt kjöt af beinunum og skerið það í smáa bita. Setjið kjötið aftur í súpuna og bætið núðlum við. Sjóðið núðlurnar í samræmi við eldunarleiðbeiningar (oft 3 - 4 mín)

Það þarf oft að skola núðlur áður en þær eru settar í súpur svo lesið leiðbeiningar vel á núðlupakkanum til að ofsjóða þær ekki.  Toppið með steinselju eða graslauk og smakkið til með salti og pipar.

TIPS:
Það má líka nota afgang af steiktum kjúkling en passið að hafa beinin með, því að beinin gefa svo mikið bragð. Ef að þið eruð með steiktan heilan kjúkling myndi ég bita hann niður en það þarf ekki að steikja hann áður. Setjið hann saman við grænmetið áður en að hvítvínið fer saman við. Það er líka gott að bæta við ögn af stökku beikoni út í súpuna um leið og núðlurnar ef þið eigið það til. Þetta er allt spurningin um að vera hugmyndaríkur og nota það hráefni sem til er hverju sinni.


fylgstu með mér á http://www.bleikt.is/Maturvin/Chicken soup for the soul


This soup is an "old school" chicken soup for people in need. It's doesn't matter what is bothering you, this soup will comfort you just like a good hug from mom.


3 to 4 pieces of chicken (legs, wings or breast, it has to have bones)
1 tablespoon oil
1 tablespoon chicken bouillon
2 teaspoons thyme (1 tablespoon fresh)
1 teaspoons turmeric (you can also use curry)
1 bay leave
2 carrots
1 celery stick
1 onion
2 garlic cloves
a splashing of cream or Greek yogurt (optional)
150ml white wine (optional)
150g noodles
salt and pepper
parsley or chives (cut in small pieces)


Chop the onion and celery very finely but cut the carrots into small cubes. Heat oil in a good pot and cook the vegetables in low heat for 3 -4 minutes. Add the raw chicken in the pot with the vegetables and cook for 10 minutes on an average temperature. Add the thyme, turmeric and garlic and cook for 3 to 4 minutes more.
Pour the white wine in to the pot and let it boil it down (2 min). Pour 1 1 / 2 to 2 liters of water (depending on how much soup you want to get) over the vegetables and add chicken bouillon, cream and bay leaves together in the pot.

Let the soup simmer on low heat for 30 to 40 minutes.
Pick the chicken pieces out of the soup, take all meat from bones and cut the meat into small pieces. Put the meat back into soup and add the noodles as well. Boil noodles according to cooking directions (often 3 to 4 minutes) It often has to rinse the noodles before they are put into soups so read the instructions on the package well, before you add them into the soup. Top the soup with parsley or chives and add salt and pepper if needed.


TIPS:
You can also use leftovers of fried chicken but make sure you have a chicken whit bones, because the bones give so much flavor. If you have a whole fried chicken, it is better to cut it down in to smaller peaces. Put it together with the vegetables before the white wine goes in to the pot. It's also good to add a bit of crispy bacon into the soup at the same time as the noodles. Think out side of the box and use the stuff you have in the fridge, that is the best way to save money.

Find me on: http://www.bleikt.is/Maturvin/

No comments:

Post a Comment