Thursday, January 6, 2011

Fylltar paprikur / Stuffed peppers

English version below :) 


Fylltar paprikur

Fylltar paprikur eða punjena paprika eru ein af þjóðaréttum Serbíu og eru mjög vinsælar í Grikklandi og á Balkanskaganum.  Þessi góða og holla uppskrift er frábær í janúarskammdeginu þegar að buddan er enn aum eftir jólin...

400 – 500 gr hakk (ég nota 50/50 nauta og grísa)
1 laukur
2 hvítlauksrif
100 gr grjón
1 tsk reykt paprikukrydd
1 tsk  kóríanderkrydd
½ þurrkað chilli
2 msk. fersk steinselja
½ nautakraftsteningur
Salt og svartur pipar
1 dós hakkaðir tómatar ( 400 gr)
1 – 2 kartöflur, skrældar og skornar í 1 cm sneiðar.
5 – 6 paprikur (fer eftir stærð )

Kjöt, laukur, grjón  og krydd er brúnað upp úr örlítilli olíu á pönnu í 5 – 10 mín. Bætið síðan tómötum saman við og látið malla  í 3 – 4 mín við meðalhita.

Skerið gat á topp hverrar papriku, (svona u.þ.b. 5 cm hring) hreinsið og skolið. Hálffyllið hverja papriku með blöndunni af pönnunni  og passið að fylla ekki upp í topp því að grjónin eiga eftir að blása út við suðu. Lokið svo paprikunni með kartöflusneið.

Finnið pott sem að passar vel utan um paprikurnar því að þær verða að vera þétt upp við hverja aðra svo að þær detti ekki á hliðina við suðu.

Soð:
3 -4 msk tómatpúrra
1 nautakrafts teningur
1 – 2 lárviðarlauf
1 laukur (skorin í 4 bita)

Setjið paprikur í pott svo að þær liggi þétt saman og setjið svo  tómatpúrru, nautakraftstening og  lárviðarlauf í pottin og potið því meðfram paprikunum.  Hálffyllið svo pottinn með vatni. Það má alls ekki fljóta yfir papríkurnar því að þær eiga ekki að fyllast af vatni.  Sjóðið á lágum hita í 30 til 40 mín.

Þegar að paprikurnar eru soðnar má færa þær í eldfast mót (þetta verður að  mjög varlega því að þær geta rifnað, það getur verið gott að nota töng eða fiskispaða)

Sigtið laukinn og lárviðarlauf frá soðinu og hellið yfir paprikurnar  (það má þykkja sósuna með sósujafnara til að gera hana ögn þykkari) 
Bakið við 200 gráður í ofni í 20 mín.

Saxið ferska steinselju yfir réttinn áður en að hann er borinn fram.

Berið fram með góðu brauði, grísku salati og sýrðum rjóma.

Tips: Það má drýgja kjötið með því að rífa gulrætur og sellerí saman við en það gerir réttinn safaríkan og hollan, en að er líka upplagt að nota það krydd sem þið eigið td. timjan.

Grískt salat
½  gúrka
2 -3 tómatar
½ fetaostur
1 rauðlaukur
Steinselja

Stuffed peppers

Stuffed peppers or “punjena paprika” is one of national dishes in Serbia but its very popular in Greece and whole of the Balkans area. This is a good and healthy recipe that is great to serve in cold January when the wallet is still bleeding from Christmas.

400-500g of minced meat (I use 50/50 beef and pork)
1 onion
2 garlic cloves
100g rice
1 tsp smoked paprika
1 tsp coriander spice
½ dried chili
2 tsp. fresh parsley
1 tsp. beef bouillon
Salt and black pepper
One can of tomatoes (400g)
1 to 2 potatoes, peeled and cut into 1cm slices.
5 to 6 red peppers (depending on size)

Fry the meat, onion, rice and spices in oil on a pan for 5 to 10 minutes. Add the tomatoes and beef bouillon together and simmer 3 to 4
minutes on medium temperature.

Cut hole in top of each pepper (make a ~5cm circle), clean and rinse. Fill each pepper (3/4 way up) with the mixture from the pan but be
careful not to fill up them up to the top because the rise will blow out when they are boiled. Close the peppers with potato slices.

Find a pot that fits well for the peppers because they have to be close to each other so that they don’t fall on their side in the pot.

Broth:
3-4 spoons tomato puree
1 spoon beef bouillon
1 to 2 bay leaves
1 onion (cut into 4 pieces)

Place peppers in a pot so that they lie close together. Put the puree onion, beef bouillon and bay leaves in the pot and poke it next to the
peppers. Fill the pot with water until it’s half-full. Peppers should not get filled with water. Cook on low heat for 30 to 40 minutes.

When the peppers are cooked they can be moved in an oven-prove dish (do this very careful because the peppers can easily rip apart. It can
be useful to use tongs or a fish spatula to get them out of the pot)

Strain the onion and bay leaves from the broth and pour over the peppers ( you can put a sauce thickener to make it slightly thicker)

Bake in an oven at 200 degrees for 20 minutes. Sprinkle fresh parsley over the peppers just before serving. Serve with good bread, Greek salad and sour cream.

Tips: You can extend the meat by grinding carrots and celery together with the meat when frying. It will make it juicy and healthy, but is also good to use the spices that you own, i.e. thyme.

Greek salad
½ cucumber
2 -3 tomatoes
½ feta cheese
1 onion
Parsley








Cut in pieces, place on a dish or a bowl and serve.

No comments:

Post a Comment