Monday, May 7, 2012

Bruschetta

Bruschetta er frábær og ferskur Ítalskur forréttur sem er sniðugt að bjóða upp á í grillveislunni eða sem hluta af smárétta hlaðborði.


1/2 gott brauð td, Baguett
1 kúla Mozzarella osti
4 -5 tómatar
1 búnat af ferskri basilíku
4 - 5 msk. af góðri ólífuolíu
1 hvítlauksgeri
Ögn af salti og pipar

Skerið brauðið í sneiðar og ristið í brauðrist eða í ofni (grill + blástur í 220 gráðu heitum ofni í 1 - 2 mín á hvorri hlið). Skerið tómata og ostinn í smáa  bita og saltið örlítið. (1/2 teskeið) Þegar að brauðið er ristað, nuddið hvítlauksrifinu á hverja sneið. Hellið örlítið af olíu á hverja sneið, ca. 1 tsk. á sneið. Skiptið osti og tómati jafnt á allar sneiðarnar. Saxið basilíkuna og setjið góða lúku á hverja sneið. Að lokum dreypið örlítilli olíu á hverja sneið og piprið örlítið með ferskum svörtum
pipar.


No comments:

Post a Comment