Tuesday, November 2, 2010

Steiktur fiskur á gríska vegu / Fried fish Greek style

English version below

Þessi uppskrift er alveg frábærlega einföld og góð og um að gera að nota bara það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni.

6 – 700g fiskur (ýsa, þorskur, lax eða bara það sem ykkur dettur í hug)
5 msk. hveiti
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. hvítur fínt malaður pipar
1 tsk. karrý
3 vænir tómatar
1 rauðlaukur
½ gúrka
2 sítrónur
½ krukka fetaostur
2 tsk Herbes de Provence
4 msk ólífuolía
2 -3 msk smjör
Salt og pipar

Skerið allt grænmetið í munnbita og blandið saman í skál ásamt osti og smá olíu af ostinum.
Skerið fiskinn í í bita, hvert flak í 3 – 4 bita. Blandið hveiti og kryddi (nema Herbes de Provence)  saman við.  Veltið fiskinum upp úr hveitiblöndunni þar til að hann er vel þakinn.
Bræðið smjör á pönnu ásamt olíu og setjið fisk á pönnuna og saltið hann  (hafið roðhliðina upp svo að þegar að þið snúið honum endið þið með fallegu hliðina upp). Munið að steikja hann stutt á meðal til háum hita í 3- 4  min á fyrri hlið. Þegar búið er að snúa fisknum kryddið hann með Herbes de Provence og  bætið grænmetisblöndunni yfir fiskinn á pönnunni. Lækkið hitann á meðal til lagan hita og látið malla með loki í 5 – 10 min.  Þessi fiskur er frábær með soðnum kartöflum og grískri jógúrt sósu.


Jógúrtsósa:
1 dós grísk jógúrt
3 msk ferskur saxaður graslaukur
½ hvítlauksrif
1 tsk oregano
Öllu blandað saman í skál og borið fram.




English version

Fried fish Greek style

6 – 700g fish (cod, haddock, salmon or any fish you like the most)
5 sp wheat
1 teaspoon bell pepper powder (paprika)
1 teaspoon white pepper
1 tsk curry powder
3 tomatoes
1 red onion
½ cucumber
2 lemons
100 g feta cheese
2 teaspoon Herbes de Provence
Olive oil 
2 -3 spoons of butter
Salt and pepper

Mix all the vegetables in a bowl and add a drizzle of olive oil over it.
Cut the fish into pieces.  Mix wheat and all the spices except the Herbes de Provence in a bowl. Roll the fish in the wheat mixture until the fish is completely covered.
Melt the butter in olive oil on a pan put the fish on the pan and salt it. Put the Herbes de Provence over the fish. It is very important not to fry the fish too long so start with 4 min on the first side. When you turn the fish on the other side put the vegetables over it. Cook in a closed pan on low heat for 5 – 10 min. Serve the fish with potatoes and Greek yogurt sauce

Greek yogurt sauce
200g Greek yogurt
3 spoons freshly chopped chives
½ finely chopped garlic clove
1 teaspoon oregano
Mix all together in a bowl and serve.


Verði ykkur að góðu!

No comments:

Post a Comment